Alþjóðlegur Gagnabanki

Gagnagrunnurinn er enn aðgengilegur í upprunalegri mynd, eins og hann var þegar gagnasöfnun hætti árið 2008.


Gagnabankinn um mænuskaða var formlega tekinn í notkun árið 2005  og er hannaður sem alþjóðleg upplýsingabrú sem veitir aðgang að nýjungum í meðferð við mænuskaða. Dr. Laurance Johnston er yfirmaður bankans og sér um að sannreyna allar upplýsingar áður en þær verða aðgengilegar.


Verkefnið byggir á þeirri trú að hægt sé að finna lækningu  með  sameinaðri þekkingu og aðferðum frá öllum heimshornum, óháð uppruna.


Markmið gagnabankans er að gera upplýsingar um fjölbreyttar meðferðir við mænuskaða aðgengilegar fyrir sjúklinga, fjölskyldur þeirra, vini og umönnunaraðila.

Söfnun á nýju efni í gagnabankann lauk árið 2008 þar sem ýmsar reglugerðir og persónuverndarsjónarmið komu í veg fyrir áframhald.


GAGNABANKINN ER ÞÓ ENN AÐGENGILEGUR Í ÞEIRRI MYND SEM HANN VAR KOMINN Í ÞEGAR GAGNASÖFNUN LAUK

Alþjóðlegur gagnabanki um mænuskaða

Dr. Laurance Johnston

Yfirmaður bankans