Viltu styðja við bakið á okkur?

Allt fé sem Mænuskaðastofnun áskotnast er nýtt til að vekja athygli á að finna þurfi lækningu við mænuskaða/lömun og á áratugi aðgerða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO 2022 – 2031 í þágu flogaveiki og annarra meina í taugakerfinu.


Styrkir greiðast með millifærslu inn á eftirfarandi reikning:

Mænuskaðastofnun Íslands
kt. 411007-1030
Reikn.: 0311-26-81030

Þegar millifærsla hefur verið framkvæmd er kvittun send í tölvupósti. Mænuskaðastofnun sér um að senda skattstjóra upplýsingar um allastyrki yfir 10.000 kr. sem eru frádráttarbærir frá skatti. Kærar þakkir fyrir stuðninginn

Styrkur til okkar veitir skattfrádrátt

Einstaklingar og fyrirtæki sem styrkja Mænuskaðastofnun geta fengið skattfrádrátt allt að 350.000 kr. á ári.  Til þess að einstaklingur fái frádrátt þurfa gjafir/framlög hans á árinu að vera a.m.k. 10.000 kr. Hámarks frádráttur er 350.000 kr. Sjá nánar á rsk.is


Stuðningur þinn er mikilvægur í því verkefni okkar að vekja athygli á mænuskaða á alþjóðavísu. Taugakerfið þarfnast öflugra talsmanna til að stuðla að því að lækning við mænuskaða verði að veruleika en Mænuskaðastofnun Íslands hefur unnið mjög metnaðarfullt grasrótarstarf í kringum mænuskaða sem hefur vakið alþjóðlega athygli.