Viltu styðja við bakið á okkur?
Markmið Mænuskaðastofnunar
Markmið Mænuskaðastofnunar er að vekja athygli á nauðsyn þess að lækning finnist við mænuskaða og hvetja stjórnvöld þjóða og alþjóðlegt vísindasvið taugakerfisins að taka rausnarlega þátt í áratugar átaki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar WHO svo að nýta megi áratuginn ( 2022 – 2031 ) til að finna lækningu við lömun og öðrum meinum í taugakerfinu
Hvernig getur þú hjálpað?
Þú getur vakið athygli þeirra sem þú þekkir á starfsemi Mænuskaðastofnunar, bent á heimasíðuna og deilt auglýsingunni: Ákallið til veraldarinnar um að lækna þá lömuðu.
Allt fé sem Mænuskaðastofnun áskotnast er nýtt til að vekja athygli á að finna þurfi lækningu við mænuskaða/lömun og á áratugi aðgerða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO 2022 – 2031 í þágu flogaveiki og annarra meina í taugakerfinu.
Einnig bjóðum við upp á að hægt sé að styrkja málefnið.
Styrkur til okkar veitir skattfrádrátt
Einstaklingar og fyrirtæki sem styrkja Mænuskaðastofnun geta fengið skattfrádrátt allt að 350.000 kr. á ári. Til þess að einstaklingur fái frádrátt þurfa gjafir/framlög hans á árinu að vera a.m.k. 10.000 kr. Hámarks frádráttur er 350.000 kr. Sjá nánar á rsk.is
Stuðningur þinn er mikilvægur í því verkefni okkar að vekja athygli á mænuskaða á alþjóðavísu. Taugakerfið þarfnast öflugra talsmanna til að stuðla að því að lækning við mænuskaða verði að veruleika en Mænuskaðastofnun Íslands hefur unnið mjög metnaðarfullt grasrótarstarf í kringum mænuskaða sem hefur vakið alþjóðlega athygli.
Styrkja
Styrkir greiðast með millifærslu inn á eftirfarandi reikning:
Mænuskaðastofnun Íslands
kt. 411007-1030
Reikn.: 0311-26-81030