STATTU MEÐ TAUGAKERFINU
Allt frá því að ég áttaði mig á hversu alvarlega alþjóðlegt taugavísindasvið þarfnast pólitískrar aðstoðar frá alþjóðasamfélaginu hefur mér fundist það kjörið verkefni fyrir litla Ísland að beita áhrifum sínum á alþjóðavísu taugakerfinu til framdráttar. Íslensk stjórnvöld hafa orðið við beiðni minni þar að lútandi og eiga heiðurinn af því að ráðherranefnd Norðurlandaráðs hefur nú samþykkt að gera mænuskaða að einu forgangsverkefna sinna. Árangur þessi sýnir að smáþjóð eins og Ísland getur haft frumkvæði að því að koma mikilvægum málum í farveg á alþjóðavísu, sé hvergi hvikað.
Nú þurfum við Íslendingar að halda áfram að standa með taugakerfinu og gera mannkyninu með því mikinn greiða. Við þurfum að ná taugakerfinu inn sem sjálfstæðu þróunarmarkmiði hjá Sameinuðu þjóðunum í september næstkomandi. Að fá taugakerfið sem þróunarmarkmið myndi varpa alþjóðaathygli á vanda þess og auka fjármagn til vísindasviðsins í kjölfarið. Stjórnvöld hafa undanfarið unnið að málinu á vettvangi hinna Sameinuðu þjóða en segja róðurinn þungan. Ef þau gætu beitt sér á þeim forsendum að íslenska þjóðin geri ríkar kröfur til þess að þjóðir heims hrindi úr vör alþjóðlegu átaki til aukins skilnings á virkni taugakerfisins gæti það gert gæfumuninn. Oft er það grasrótin sem nær lengst.
Vegna þessa biðja SEM samtökin, MND félagið, MS félagið, Geðhjálp, Parkinson félagið, Lauf félag flogaveikra, Mænuskaðastofnun Íslands og Heilaheill Íslendinga um að standa með taugakerfinu og rita nöfn sín til stuðnings átakinu á vefsíðunni taugakerfid.is. Allt er í húfi fyrir taugakerfið því að næstu þróunarmarkmið verða ekki sett fyrr en árið 2030. Svo lengi getur taugakerfið ekki beðið eftir að átak verði gert í því.
Mænuskaðastofnun Íslands, SEM samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, MS félagið, MND félag Íslands, Lauf félag flogaveikra, Heilaheill, Geðhjálp og Parkinsonsamtökin vilja koma þakklæti til allra þeirra sem skrifuðu undir áskorunina. Jafnframt vilja þau koma sérstökum þökkum til forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, frú Vigdísi Finnbogadóttur, talsmönnum átaksins og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til að gera þetta verðuga verkefni að veruleika
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
PRESIDENT OF ICELAND 1996-2016
INGVAR HÁKON ÓLAFSSON
HEILA- OG TAUGALÆKNIR
GUÐJÓN SIGURÐSSON OG HALLA REYNISDÓTTIR
VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR
PRESIDENT OF ICELAND 1980-1996
AND THE PATRONESS OF ISCI
ARNA SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR
SKÍÐAKONA
HRAFNHILDUR THORODDSEN
AUÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR
CHAIRMAN OF INSTITUTE OF SPINAL CORD INJURY ICELAND
ARNAR HELGI LÁRUSSON CHAIRMAN OF SPINAL CORD INJURY ASSOCIATION
ANNA GUNNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR FORMAÐUR GEÐHJÁLPAR
EDDA HEIÐRÚN BACKMAN
LEIKKONA OG LISTAMAÐUR