Til vina taugakerfisins

October 6, 2016

Auður Guðjónsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00



Á því ári sem liðið er frá því stjórnvöld og 26 þúsund aðrir Íslendingar náðu inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna ákvæði um að þjóðir heims skuli vinna að því að bæta meðferðir við skemmdum í taugakerfinu hefur ýmislegt verið gert til að fylgja málinu eftir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vakti athygli á starfi Íslands í þágu taugakerfisins á Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf og hefur lagt til við Norrænu ráðherranefndina að Norðurlöndin setji sameiginlega á fót rannsóknarsetur fyrir mænuskaða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður hefur vakið athygli norrænna sósíaldemókrata á verkefninu sem leitt hefur til að sósíaldemókratar hafa lagt fram tímamótatillögu í þágu taugakerfisins sem tekin verður til umfjöllunar á Norðurlandaþinginu í nóvember næstkomandi. Tillöguna má lesa hér: https://www.norden.org/da/nordisk-raad/sager-og-dokumenter/a-1683-velfaerd/

Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur leitað eftir því við Norrænu ráðherranefndina að nefndin taki upp ofangreint ákvæði úr stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og geri Norðurlöndin að leiðandi afli á sviði taugakerfisins. Taki frændur okkar á Norðurlandaþingi vel í málaleitan ráðamanna okkar og samþykki að láta greina stóru norrænu rannsóknarmynd taugakerfisins og samkeyra upplýsingarnar gæti það orðið fyrsti vísir að alþjóðlegu átaki til aukins skilnings á hvernig taugakerfið starfar.

Eins og flestir vita gengur afar hægt að finna lækningu í taugakerfinu svo sem við heila- og mænuskaða, geðsjúkdómum, Alzheimer, Parkinsonveiki, flogaveiki, MS, MND og fleiru. Helsta ástæðan er sú að taugakerfið er flókið og læknavísindin hafa ekki fullan skilning á hvernig það starfar. Þess vegna þarf vísindasvið taugakerfisins nauðsynlega á pólitískri aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Við Íslendingar lögðum á brattann með taugakerfið hjá Sameinuðu þjóðunum til að skapa grundvöll fyrir alþjóðlegt átak til aukins skilnings á því. Við komumst á rekspöl og leitum nú eftir við hin norrænu ríkin að þau standi með okkur. Greinarhöfundur biður þá íslensku alþingismenn sem sitja munu þing Norðurlandaráðs í nóvember að tala hátt og snjallt máli taugakerfisins á þinginu. Með því gæta þeir ekki einungis hagsmuna Íslands heldur allrar heimsbyggðarinnar.

Share

More News

October 29, 2024
Today, Auður Guðjónsdóttir addressed the Health Committee of the Nordic Council during this year’s Nordic Council Session , held in Iceland from October 28 to October 31 . As a dedicated advocate for spinal cord injury research and treatment, Auður emphasized the urgent need for increased collaboration and investment in finding a cure for paralysis. Her speech highlighted the critical role that the Nordic countries can play in advancing neurological research and improving the quality of life for those affected by spinal cord injuries. The Nordic Council’s commitment to health and innovation presents a unique opportunity to push for stronger initiatives, research funding, and policy changes that could accelerate breakthroughs in spinal cord injury treatment.  By addressing the Health Committee , Auður continues to champion the cause, ensuring that spinal cord injuries remain a priority issue on the Nordic agenda .
August 6, 2024
Recently, the new advertisement from the Icelandic Spinal Cord Injury Institute, “A Call to the World to Cure Paralysis,” has been aired on RÚV and across social media. In Iceland alone, it has been viewed over a million times on social media platforms.
By Berglind Skúladóttir Sigurz January 5, 2024
Letter nr. 3 from Amina J. Mohammed Reyply nr. 3 from UN