Mænuskaðastofnun komið á fót

December 11, 2007

Mænuskaðastofnun Íslands var stofnuð 11. desember 2007. Markmið stofnunarinnar er að vera leiðandi afl á sviði úrræða fyrir mænuskaddaða og vinna að því með öllum tiltækum ráðum að lækning á mænuskaða verði að veruleika. Aðal tilgangur stofnunarinnar er að vekja athygli á málefninu á alþjóðavettvangi og safna fé til handa læknum, vísindamönnum og öðrum sem vinna að framförum til heilla mænusködduðum. Annar tilgangur stofnunarinnar er að safna á einn stað upplýsingum um tilraunameðferðir sem nú fara fram víðs vegar um heim á mænusködduðu fólki og koma á tengslum meðal brautryðjenda sem vinna að lækningu.


Tilurð Mænuskaðastofnunar Íslands er sú að íslensk móðir, Auður Guðjónsdóttir, hefur árum saman barist fyrir því að íslenska þjóðin beiti sér fyrir því á alþjóðavísu að lækning á mænuskaða verði að veruleika. Elja Auðar hefur vakið verðskuldaða athygli og nú hafa íslensk stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar tekið höndum saman og sett á fót Mænuskaðastofnun í þeim tilgangi að styðja hugsjón hennar.


Við opnun Mænuskaðastofnunar Íslands hafði heilbrigðisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, á orði að með starfrækslu stofnunarinnar gæti Ísland orðið leiðandi í þeirri þróun að vestræn ríki taki tiltekin baráttumál á heilbrigðissviði upp á sína arma – safni fé og nýti það til rannsókna og upplýsingagjafar á alþjóðavísu. Við sama tækifæri sagði frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, það geta haft stórkostlega þýðingu fyrir heimsbyggðina að vel menntuð og vel efnum búin þjóð tali máli mænuskaddaðra á alþjóðavísu og beiti pólitískum áhrifum sínum til framfara á sviðinu.


Saga Hrafnhildar og Auðar

Share

More News

October 29, 2024
Today, Auður Guðjónsdóttir addressed the Health Committee of the Nordic Council during this year’s Nordic Council Session , held in Iceland from October 28 to October 31 . As a dedicated advocate for spinal cord injury research and treatment, Auður emphasized the urgent need for increased collaboration and investment in finding a cure for paralysis. Her speech highlighted the critical role that the Nordic countries can play in advancing neurological research and improving the quality of life for those affected by spinal cord injuries. The Nordic Council’s commitment to health and innovation presents a unique opportunity to push for stronger initiatives, research funding, and policy changes that could accelerate breakthroughs in spinal cord injury treatment.  By addressing the Health Committee , Auður continues to champion the cause, ensuring that spinal cord injuries remain a priority issue on the Nordic agenda .
August 6, 2024
Recently, the new advertisement from the Icelandic Spinal Cord Injury Institute, “A Call to the World to Cure Paralysis,” has been aired on RÚV and across social media. In Iceland alone, it has been viewed over a million times on social media platforms.
By Berglind Skúladóttir Sigurz January 5, 2024
Letter nr. 3 from Amina J. Mohammed Reyply nr. 3 from UN