Samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þjást allt að einn milljarður manna um allan heim af röskunum í taugakerfinu, þar á meðal mænuskaða og heilaskaða, geðsjúkdómum, Alzheimers, MS, ALS, Parkinsons og flogaveiki.
Á hverju ári verða um 500.000 manns fyrir mænuskaða um allan heim. Helstu orsakir þessara áverka eru umferðarslys, vinnuslys, fallslys, stríð, náttúruhamfarir og ýmis konar ofbeldi.
Talið er að þróun hátækniaðferða muni gjörbylta meðferð sjúklinga með mænuskaða. Engu að síður er enn engin lækning til við lömun.