Institue of Spinal Cord Injury Iceland

View Original

Mænuskaðastofnun komið á fót

Mænuskaðastofnun Íslands var stofnuð 11. desember 2007. Markmið stofnunarinnar er að vera leiðandi afl á sviði úrræða fyrir mænuskaddaða og vinna að því með öllum tiltækum ráðum að lækning á mænuskaða verði að veruleika. Aðal tilgangur stofnunarinnar er að vekja athygli á málefninu á alþjóðavettvangi og safna fé til handa læknum, vísindamönnum og öðrum sem vinna að framförum til heilla mænusködduðum. Annar tilgangur stofnunarinnar er að safna á einn stað upplýsingum um tilraunameðferðir sem nú fara fram víðs vegar um heim á mænusködduðu fólki og koma á tengslum meðal brautryðjenda sem vinna að lækningu.

Tilurð Mænuskaðastofnunar Íslands er sú að íslensk móðir, Auður Guðjónsdóttir, hefur árum saman barist fyrir því að íslenska þjóðin beiti sér fyrir því á alþjóðavísu að lækning á mænuskaða verði að veruleika. Elja Auðar hefur vakið verðskuldaða athygli og nú hafa íslensk stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar tekið höndum saman og sett á fót Mænuskaðastofnun í þeim tilgangi að styðja hugsjón hennar.

Við opnun Mænuskaðastofnunar Íslands hafði heilbrigðisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, á orði að með starfrækslu stofnunarinnar gæti Ísland orðið leiðandi í þeirri þróun að vestræn ríki taki tiltekin baráttumál á heilbrigðissviði upp á sína arma – safni fé og nýti það til rannsókna og upplýsingagjafar á alþjóðavísu. Við sama tækifæri sagði frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, það geta haft stórkostlega þýðingu fyrir heimsbyggðina að vel menntuð og vel efnum búin þjóð tali máli mænuskaddaðra á alþjóðavísu og beiti pólitískum áhrifum sínum til framfara á sviðinu.

Saga Hrafnhildar og Auðar