The Icelandic Society for the Nervous System

Gagnabankinn

Gagnabankinn um mænuskaða hefur skapað mikilvæga auðlind á alþjóðlegum vettvangi.

International Database

isci dataSkoða gagnabankann


Eitt af markmiðum Mænuskaðastofnunar Íslands er að byggja upp, og endurnýja stöðugt, alþjóðlegan upplýsingabanka sem geymi a llar helstu upplýsingar um nýjungar í meðferð við mænuskaða á helstu tungumálum heims.
Yfirmaður gagnabankans er Dr. Laurance Johnston Ph.D., MBA, og sér hann um að sannreyna allar þær upplýsingar sem verða hluti af gagnabankanum.

Nokkrar tölur um gagnabankann: S.l. desember fékk gagnabankinn okkar heimsóknir frá 119 löndum. Flestir heimsóknir komu frá eftirtöldum löndum (top 25-listi):

USA, Mexíkó, Spánn, Bretland, Kanada, Rússland, Venesúela, Chile, Perú, Argentína, Kólumbía, Marokkó, Ísland, Frakkland, Indland, Jórdanía, Holland, Egyptaland, Kórea, Þýskaland, Sádi Arabía, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Ekvador og Óman.
Í fyrsta skipti var gagnabankinn heimsótt frá Gvadeloupe í október s.l..

Mikil vinna hefur verið lögð í að gera upplýsingarnar aðgengilegar sem víðast og eru þær á fimm tungumálum, ensku,spænsku,rússnesku,kínversku og arabísku.

Þýðendurnir eru allir læknir eða vísindamenn og koma frá Kúbu, Mexíkó, Ísrael, Kína og Rússlandi.

Hversu mikilvægt þýðingarnar eru sýna þessar tölur: Sérstaklega vinsæl er spænska útgáfan sem lesendur gagnabankans frá 8 spænskumælandi löndum á top 25-listanum nota. Næst á eftir fylgir notkun gagnabankans á arabísku (5 lönd á top 25-listanum). Ef heimsóknir frá Asíu (Kína, Hong Kong og Taiwan) eru sameinaðar skipar löndin 6. sætið. Mikil fjölgun heimsókna er frá Rússlandi, sem skipar þar með sæti 11.

Mænuskaðastofnun Íslands hefur klárlega skapað mikilvæga auðlind á alþjóðlegum vettvangi með því að einblína ekki einungis á enskumælandi notendur.

Pin It