The Icelandic Society for the Nervous System

Press kit in Icelandic

islenska

Frétt frá Mænuskaðastofnun Íslands

Yfirmanni WHO afhentar 5000 áskoranir

-Frumkvæði Íslands hlýtur lof

 

Auður Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands hefur afhent Zsuzsönnu Jakab yfirmanni Evrópudeildar WHO, Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar,  áskoranir frá um 5000 Norðurlandabúum um að WHO láti til sín í  taka í leitinni að lækningu á mænuskaða. 

Samhliða 3 vikna auglýsingaátak Mænuskaðastofnunar á Norðurlöndum í desember s.l. , þar sem auglýsingin Lamaða strengjabrúðan var sýnd á einni sjónvarpsstöð á hverju Norðurlandanna, tókst að safna um 5000 undirskriftum þar sem skorað er á að WHO láti til sín taka á þessum vettvangi. 

Frú Jakab lofaði frumkvæði  Íslands og að málið yrði skoðað vandlega hjá WHO.

Mænuskaðastofnun Íslands, rekur alþjóðlegan gagnabanka, þar sem er stöðugt verið að byggja upp og endurnýja allar helstu upplýsingar um nýjungar í meðferð á mænuskaða á helstu tungumálum heims.    

 

Um ISCI

Mænuskaðastofnun Íslands var stofnsett til að efla skilning meðal þjóða á því hvað mænuskaði er alvarlegt alþjóðlegt heilbrigðisvandamál og að þjóðir heims þurfi að taka höndum saman svo að lækning finnist. Annar tilgangur stofnunarinnar er að safna á einn stað upplýsingum um tilraunameðferðir á mænusköðuðu fólki sem nú eru gerðar víðsvegar í veröldinni. 

Tilurð Mænuskaðastofnunar Íslands er að íslenskur hjúkrunarfræðingur, Auður Guðjónsdóttir, sem er móðir mænuskaðaðrar stúlku, hefur undanfarin ár unnið að því að íslenska þjóðin leggi sitt að mörkum svo að lækning við mænuskaða megi finnast. 

Elja Auðar hefur vakið athygli á Íslandi og víða um heim og nú leitar hún eftir stuðningi frá almenningi á öllum Norðurlöndum. 
Þróun læknavísindanna kemur öllu mannkyni til góða. 

Ýta hér til að fara á heimasíðu ISCI

Alþjóðlegur gagnabanki um nýjungar í meðferð við mænuskaða.

Eitt að markmiðum Mænuskaðastofnunar Íslands er að byggja upp og endurnýja stöðugt upplýsingabanka sem geymir allar helstu upplýsingar um nýjungar í meðferð við mænuskaða.Gagnabankinn er á ensku, spænsku, arabísku, rússnesku og kínversku. 

Yfirmaður gagnabankans er Dr. Laurance Johnston Ph.D., MBA.

Ýta hér til að skoða gagnabankann um mænuskaða

 

Pin It
Postal address: Institute of Spinal Cord Injury, Iceland - ISCI,
Main office: Institute of Spinal Cord Injury, Iceland - ISCI (Mænuskaðastofnun Íslands), Nesbali 56, IS-170 Seltjarnarnes
tel +354 562 4925 / +354 897 4925 isci @ isci.is