Norðurlandaráðsþing í Reykjavík 28. - 31. okt. 2024
Upptaka frá ræðu Auðar Guðjónsdóttur á fundi hjá heilbrigðisnefnd Norðurlandaráðs 29. október 2024
Nú stendur yfir átak stofnunarinnar um vitundarvakningu á mænuskaða í tengslum við áratugar átak (2020-2030) Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) að finna lækningu við lömun og öðrum meinum í taugakerfinu.
Mænuskaðastofnun hefur unnið að hvatningu til stjórnvalda og alþjóða vísindasamfélagsins með að taka rausnarlegan þátt í því átaki
Ákall Mænuskaðastofnunar
Um heim allan er einhver þekking á mænuskaða. Þessa þekkingu þarf að sameina og samkeyra, til dæmis með aðstoð gervigreindar, til að finna hvar mynstrið liggur sem ýtir okkur í átt að lækningu á lömun
Vísindaþekking er til staðar
Opnum augun
Opnum gagnabanka um mænuskaða
Upplýsingar, sem nýta mætti í leitinni að lækningu á lömun, liggja í læstum gagnabönkum um víða veröld og eru varðar með reglugerðum og persónuverndarsjónarmiðum. Þessu þarf að breyta
Upplýsingar eru til staðar
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO ýtti úr vör árið 2022 áratugi aðgerða í þágu flogaveiki og annarra meina í taugakerfinu. Í aðgerðaráætlun átaksins hvetur WHO lækna, vísindafólk og aðra sem starfa á taugavísindasviði á heimsvísu til samvinnu og samstöðu svo bæta megi meðferðir og jafnvel lækna sjúkdóma og skaða í taugakerfinu
Opnum þvert á landamæri
Læknar og vísindafólk er til staðar
Ég ákalla veröldina
Síðastliðin 200 ár hefur átt sér stað samfelld sigurganga í heimi læknavísindanna. Í dag er stór hluti krabbameins læknaður, skipt er um hjörtu í fólki, skipt er um kyn fólks og fóstur eru læknuð í móðurkviði, en áfram sitja þeir lömuðu í hjólastól !
Læknum þá lömuðu
Hvað er mænuskaði?
Mænuskaði er skaði á mænu eða mænutaugum sem getur valdið skertri hreyfigetu eða lömun.
Helstu orsakir mænuskaða eru bílslys, fall og ofbeldi; þar með talið sjálfsvígstilraunir skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnun (WHO).
Mænuskaði og gervigreind
Thor Aspelund Ph.D og Margrét Jóhannsdóttir MS unnu skýrslu fyrir Mænuskaðastofnun “Spinal Cord Injury and Artificial Intelligence”.
Markmiðið var að fara yfir rannsóknir á notagildi gervigreindar og róbóta í að styðja einstaklinga með mænuskaða, sem og beitingu gervigreindar í rannsóknum á mænuskaða. Einnig var skoðuð aukning í áverkamænuskaða í völdum löndum.
Skýrslan er á ensku og er aðgengileg hér